Erindi á ráðstefnunni Jafnrétti í skólastarfi

Þann 1. apríl hélt Jóna Svandís Þorvaldsdóttir erindi fyrir hönd starfshópsins á ráðstefnu á Akureyri. Ráðstefnan bar yfirskriftina Jafnrétti í skólastarfi – ráðstefna um menntavísindi og var haldin á vegum Miðstöðvar skólaþróunar HA og Jafnréttisstofu. Ráðstefnan var mjög áhugaverð og gaman var að kynna verkefnið og fyrstu drög að jafnréttiskvörðum á þessum grundvelli ásamt því að áhugavert var að spjalla við aðra ráðstefnugesti um jafnréttismál.