Hugtök

Hér eru útskýrð á einfaldan hátt ýmis hugtök sem tengjast notkun kvarðans. Listinn er í sífelldri endurskoðun.

Eðlishyggja vísar til þeirrar hugmyndar að kynin fæðist með ólíka eiginleika og skapgerð. Kynjunum er stillt upp sem andstæðum og alhæft um eiginleika þeirra sem eru af sama kyni.

Femínisti er manneskja sem lítur svo á að jafnrétti kynjanna sé enn ekki náð, er gagnrýnin á kynjakerfið og beitir sér í því að rétta kynbundinn mismun.

Hinsegin málefni er regnhlífarhugtak yfir kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni.

Hlutgerving vísar til þess þegar manneskja er svipt mannlegum eiginleikum sínum og sýnd sem hlutur.

Jafnrétti öll kyn njóta sömu réttinda og tækifæra þannig að hegðun, væntingar, óskir og þarfir kynjanna eru jafnmikils metnar.

Karlmennska er samheiti yfir staðalímynd þess sem skilur karla frá konum. Hugtakið hefur jákvæðar tengingar eins og aga, rökvísi og hugrekki, sem og neikvæðar eins og áhættuhegðun, óbilgirni og hroka.

Klámvæðing vísar til þess menningarferlis þegar klámi er smeygt inn í okkar daglega líf sem eðlilegt og samþykkt.

Kvenleiki er samheiti yfir staðalímynd þess sem skilur konur frá körlum. Hugtakið hefur jákvæðar tengingar eins og samvinnu, sköpunargáfu og umhyggjusemi, sem og neikvæðar eins og valdaleysi, undirgefni og órökvísi.

Kyn vísar til líffræðilegs kyns.

Kynferðislegt áreiti vísar til kynferðislegrar hegðunar sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin.

Kynhneigð segir til um það hverjum fólk getur orðið skotið í, ástfangið af og laðast að.

Kyngervi vísar til þeirra menningarbundnu merkingu sem samfélagið leggur í hið líffræðilega kyn til að mynda væntingar um karlmennsku og kvenleika.

Kynjagleraugu vísa til þess að fólk horfist í augu við að kynin eru ekki jöfn og tekur eftir misrétti í samfélaginu þar sem það birtist

Kynjahalli/kynjaskekkja vísar til þess þegar eitt kyn fyllir ákveðnar stöður frekar en annað. Þá hallar á önnur kyn og er þá talað um kynjahalla eða kynjaskekkju.

Kynjakerfið vísar til þess kerfis sem samfélagið notar til að greina á milli kvenna og karla.

Kynjakvóti vísar til aðferðar sem notuð er til að rétta hlut kvenna gagnvart körlum í stjórnmálum, á vinnumarkaði og víðar

Kynjasamþætting kallast það þegar gætt er að því að öll sjónarhorn kynjajafnréttis séu tekin með í reikninginn við stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins.

Kynvitund segir til um hvernig við viljum lifa og vera í okkar kyni.

Mismunabreytur vísar til þess að fólki getur verið mismunað á grundvelli aldurs, búsetu, fötlunar, kyns, kynhneigðar, kynþáttar, skoðana, menningar, stéttar, trúarbragða o.fl.

Mótunarhyggja vísar til þeirrar hugmyndar að manneskjan mótist manneskjan út frá þeim hugmyndum um karlmennsku og kvenleika sem eru við lýði í samfélaginu. Andstæða eðlishyggjunnar.

Staðalímyndir vísar til fyrirfram ákveðinna hugmynda um útlit/eiginleika fólks sem tilheyra ákveðnum hópi

Tvíhyggja kynjakerfisins vísar til þeirrar hugmyndar það séu bara til tvö kyn, þau sé andstaða hvors annars og bæti hvort annað upp.

Vitundarvakning vísar til þess þegar viðhorf fólks breytist með aukinni fræðslu og umræðu um ákveðið mál. Fólk fer að líta gagnrýnum augum á áður sjálfgefin viðmið samfélagsins