Þann 22. september sl. kynnti starfshópurinn verkefnið á flottri ráðstefnu sem bar heitið Framhaldsskóli í þróun: ráðstefna um rannsóknir og nýbreytni í framhaldsskólum. Ráðstefnan var haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð og voru mörg áhugaverð erindi. Erindi okkar var vel sótt og fengum við nokkrar góðar athugasemdir. Þökkum við þeim sem sóttu erindið kærlega fyrir komuna.
