Um verkefnið

Verkefninu er ætlað að efla jafnrétti í framhaldsskólum með því að auðvelda kennurum að meta jafnrétti í eigin kennslu og að auðvelda skólum að meta jafnrétti í öllu starfi.

Í þessu verkefni eru tveir sjálfsmatskvarðar; annars vegar sjálfsmatskvarði skóla og hins vegar sjálfsmatskvarða kennara. Kvarðarnir geta nýst framhaldsskólunum sem tæki til að leggja mat á og efla jafnréttisstarf og -fræðslu innan skólanna, jafna þátttöku kynja í félagslífi framhaldsskólanna og efla markvissa sjálfskoðun kennara með tilliti til jafnréttisstarfs innan skóla og í kennslu sinni.